Óska eftir rannsókn
Óskir þú eftir því að komast í segulómrannsókn hjá Intuens, þá þarftu að hafa tilvísun frá lækni. Þú getur fyllt út spurningalistann hér að neðan (sem er mjög ítarlegur).
Svör þín berast á öruggan hátt til læknis sem starfar með Intuens. Læknir hefur þá samband og eftir atvikum, veitir tilvísun í rannsókn. Eftir að læknir hefur veitt tilvísun, þá birtist reikningur fyrir rannsóknina í heimabanka þínum og þú gengur frá greiðslu.
Sjúkratryggingar Íslands taka ekki þátt í kostnaði þínum við að koma í rannsókn hjá Intuens eins og er, en við vonum að það breytist í framtíðinni.
Athugið að læknar tilvísa ekki einkennalausum einstaklingum í segulómrannsókn.