Tæknin

Hver er munurinn á Intuens og öðrum segulómstofum á Íslandi?

Hraði: tækin okkar taka myndir allt að þrefalt hraðar.
Myndgæði: tækin okkar skila hærri upplausn á myndum sem leiðir til betri myndgreiningar.
Þægindi: tækin okkar eru með breiðara opi, og þú getur horft á Netflix á meðan þú ert í tækinu.

Tækin okkar

Intuens notar nýjustu segulómtækni frá Philips til að taka sneiðmyndir af líkamanum. Segulómun, eða MRI, er mjög öflug greiningaraðferð sem snýst um að taka nákvæmar myndir af líffærum, beinum, vöðvum og æðum með því að nota segulsvið og útvarpsbylgjur.

Einn helsti kosturinn við segulómun er að ekki er um neina skaðlega geislun að ræða.

Þægindi skapa traust

Þægindi sjúklinga skipta sköpum við segulómskoðun. Því betur sem sjúklingurinn slakar á í tækinu, þeim mun auðveldara er að liggja kyrr - sem skilar sér í betri myndgæðum. Þetta er einmitt markmiðið á bak við Philips MR5300 segulómtækin sem Intuens notar, sem þykja skapa nýtt viðmið í þægindum sjúklinga. Philips MR5300 losar ekki helíum út í andrúmsloftið, ólíkt eldri tækjum.

Auk þess að nota snjalltækni sem dregur verulega úr tímanum inni í tækinu er mikil áhersla lögð á upplifun notenda í gegnum ferlið. Opið er sérstaklega stórt eða 70 sentimetra breitt, og hægt er að hlusta á tónlist, horfa á róandi sjónvarpsefni eða á Netflix á meðan á skoðun stendur.